Rallý 4. Júlí 2009

Undirbúningur gula liðsins er í fullum gangi og nóg eftir að gera.

Mazdan keyrir ágætlega en reykir óþægilega mikið.  Eftir talsverðar vangaveltur og ráðleggingar var ákveðið að láta slag standa.  Yfirgnæfandi líkur eru á því að einhver stimpilhringur sé brotinn eftir að ég skipti óvart niður í 2. gír í stað 4. á Lyngdalsheiðinni í síðustu keppni.  Við erum hins vegar að vinna í því að það gerist ekki aftur, einhver stífleiki í gírstönginni truflar mig og þess vegna gerðist þetta á Lyngdalsheiðinni.

Hvað Toyotuna varðar...  Hún átti að vera farin að keyra á miðvikudag en þá kom upp vatnsleki og vélinni var lyft upp og skipt um pakkningu í vatnsdælu, evo var sett saman og prufað, ekki nógu gott, enn lak vélin og nú á öðrum stað.  Vélinni var lyft upp aftur og vatnsdælan o.fl tekið af og allt þétt upp á nýtt og vonandi verður hún þétt þegar við prufum aftur í kvöld, allavega er leiðarskoðunin mín farin fyrir vikið, en ég hef nú keyrt þessa leið áður og hlít að rata aftur.

Svo er það rallið.  Fyrirfram má reikna með því að Jón Bjarni og Sæmundur landi öruggum sigri en svo er með öllu óvíst hver kemur þar á eftir.  Ég ætla mér annað sætið, það ætlar Gummi Hösk líka og Palli Harðar er alvegörugglega ekki til í að gefa eftir stöðu sína í rásröð.  Ef Fylkir verður svo með (sem ég bæði reikna með og vona) þá reikna ég með að hann stefni ákveðið á annað sætið.  Jói V. hefur ekki verið að sýna þann hraða að hann sé líklegur í þennan slag en hann var þó í hörkuslag við Fylki í síðasta ralli svo allt getur gerst.  Raggi á Quattro er einnig óskrifað blað, hann var orðinn hraður fyrir nokkrum árum, bíllinn var eitthvað að hrekkja hann i haustrallinu í fyrra svo hann náði ekki að sýna sitt besta.

í eindrifsflokki er Himmi mjög líklegur sigurvegari en Gummi Snorri á Peugeot gæti þó hæglega unnið hann þar sme Hondan hjá Himma er ekki með neina sérstaka rallýfjöðrun, Himmi er þó að vinna í því.

Nýliðaflokkurinn verður líka hörkuspennandi.  Þeir Júlli, Halldór Vilberg og Maggi eru allir líklegir sigurvegarar.  Júlli vann síðast og Maggi datt út á meðan Halldór Vilberg sótti sér dýrmæta kílómetra og reynslu sem kemur örugglega að góðum notum nú.  Linda (hanns Jóa V.) og Íris mæta á afturdrifs Corollu, ég átta mig ekki á hvaða hraða þær stöllur verða en reikna með að þær klári í verðlaunasæti því ákveðnin í þeim þremur á undan setur einhvern þeirra örugglega í vandræði þannig að þær þurfa jafnvel ekki nama að krúsa í mark, ekki það að ég reikni með einhverjum "kerlingaakstri" af þeim stöllum.  Ekki má gleyma Dala sem er fyrir löngu búinn að sanna að rall er óháð aldri.

Í jepppaflokki eru 6 áhafnir skráðar, ókey, það verður hörkuslagur þar.  Gummi McKinstry mætir, Hvati á nýmáluðum Pajero Sport, Danni mætir á HiLux fjósi (það verður bió að fylgjast með því), Marri á Cherokee og Ásta á Grand Cherokee Pick-Up.  Þessi 3 síðast nefnd eru systkyni enda er rallý fjölskyldusport.  Steini McKinstry mætir að sjálfsögðu líka á TomCat.  Ég átta mig ekki á hraða þessara ökumanna en GummiMcKinstry hefur verið að bæta sig rosalega að undanförnu en verið óheppinn og ekki náð að fylgja því eftir, ef alt gengur upp hjá honum gæti hann unnið en Hvati er líka mjög líklegur sigurvegari.  Þó Danni sé tvöfaldur Íslandsmeistari þá æatla ég að far amér hægt í að spá honum sigri í þessari keppni, bíllinn einfaldlega bannar það, það myndi allavega staðfesta, og jafnvel ýkja allnn fyrri árangur Danna ef hann landaði sigri án þess að meginkeppinautar hanns lentu í stórvandræðum.

En hvað með það, best að fara að skrúfa og biðja um gott veður í rallinu.  Góða skemmtun öll sömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Team Yellow

Höfundur

Team Yellow
Team Yellow
Höfundar eru 3 feðgar, Þórður og bræðurnir Magnús og Bragi. Jón Sigurðsson fyllir svo þennan fjögurra manna hóp.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 7098 sm
  • IMG 7041 sm
  • IMG 7007 sm
  • ...7007_907998
  • ...img_7007

Nýjustu myndböndin

Rallý með Batman ívafi

Corolla 4A-GE VS Corolla WRC

WRC á Lyngdalsheiðinni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 305

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband