Evo 8 að færast nær lagi.

Jæja, ég fékk heimsókn vaskra drengja síðustu helgi.  Þetta voru strákarnir mínir, Maggi og Bragi auk Guðna og Gísla.  Þeasir töffarar fóru létt með að slaka vélinni niður í evóinn og eiga þeir mínar þakkir fyrir.

Þá er í raun ekki svo mikið eftir, nokkru áður hafði ég sett mælaborðið í bílinn og gengið frá hurðum o.fl.  Þá er bara að tengja rafkerfi, bensín o.fl við vél, setja lengri felgubolta í nöfin, skrúfa bremsur undir og setja í gang.  Einnig á eftir að setja trúrbínuna á vélina og vatnskassann í bílinn.  Síðan þarf að smíða einhverja fjöðrun undir bílinn, líklegast bara 40mm Bilstein að aftan og 50-60mm að framan.  Vantar bara insert að framan.

Þetta kemur, einn góðan veðurdag.

Kveðja,
Doddi


Loooooksins

IMG 7007 smLoks kom að því, Mazdan ógurlega kláraði heilt rall.  Föstudaginn 4. september fór 5. umferð Íslandsmótsins í ralli fram á Snæfellsnesi.  Bræðurnir Magnús og Bragi tóku Mözduna en gekk frekar illa, enduðu í næstsíðasta sæti.  Það er samt betri árangur en náðst hefur á þessum bíl í öll þau 10 ár sem hann hefur verið hér á landi að undanskildu sprettralli sem Rúnar Laufar Ólafsson keppti í og kláraði árið 2000 ef ég man rétt.

Bíllinn var reyndar ekki í fullkomnu lagi, hann stýrði eitthvað vitlaust og bremsur voru orðnar frekar slappar seinnipart keppninnar, eða e.t.v slappari.IMG 7041 sm

Daginn eftir fór ég (Doddi) með Braga mér við hlið í 6. og síðustu keppni sumarsins.  Í upphafi var ljóst að við gátum ekki gert neina stóra hluti, svo brutum við afturöxul rétt áður en við lögðum af stað inn á fyrstu leið.  Eftir 50m akstur fann ég að bíllinn höndlaði bara hræðilega, skaust til vinstri eða hægri, greinilegt að hjólabilið var ekki rétt, Bragi sagði að þetta væri "jafnvel verra en daginn áður", ekki gæti ég hugsað mér að keyra bílinn svona og skil ekki ennþá hvernig þeir fóru að því.  Eftir u.þ.b 10km hætti bíllinn svo að keyra, ég hélt að gírkassi væri brotinn eða álika.  Svo reyndist nú ekki, bara boginn/brotin spyrna og öxull freginn í sundur á vinstra framhjóli.  Og með brotinn afturöxul eða afturdrif og brotinn framöxul er bara ekkert til að keyra svo við stoppuðum.  Ég var bara sáttur, enda ekki séns að keyra bílinn svona.

Maggi kannaðist við að hafa fengið högg á vinstra framhjólið á síðustu sérleiðinni daginn áður. Allur okkar undirbúningur (1,5klst) fór í að hlúa að öðrum atriðum.  En hvað með það, við erum meira en sáttir við afrakstur helgarinnar, Mazdan kláraði keppni og það telst umfram væntingar.


Skagafjarðarrall 2009

Þá er einu skemmtilegasta ralli sumarsins lokið, en það fór fram síðasta föstudag og laugardag í Skagafirði.

 

Ekki er okkar saga af rallinu góð, en bíllinn var keyrður norður á fimmtudagskvöldið og þá byjuðu að heyrast einhver óhljóð í vélinni og alls ekki víst að við gætum hafið keppnina. En einhvernveginn komst bíllinn nú norður og bilunin fannst, 2 kerti höfðu losnað upp á leiðinni og orsakað svakalegt glamur.

Næst á dagskrá var síðan að skoða leiðarnar, farið var á fjölskyldubílnum afþví skoðunarbíllinn var skilinn eftir heima í þetta skipti. Ekki gekk það betur en svo að eftir um það bil 5 km á fyrstu ferð upp Mælifellsdalinn þá kom gat á olíupönnuna í fjölskyldubílnum. Þannig að ekki var hægt að leiðarskoða neitt meira. Næstu slæmu fréttir komu svo í gegnum símann, en þá var okkur tjáð að ekið hefði verið á köttinn okkar.

 

Síðan hófst rallið og virtist nú vera sem öll óhöppin væru yfirstaðin og gekk okkur allt í lagi á fyrstu 2 sérleiðunum þó að við færum heldur hægt á fyrstu leið. Síðan á 3ju leið, annari ferð um Deildardal þá tók bíllinn inná sig vatn og við vorum stopp þar í 3 mínútur og þegar við loksins komumst af stað sáum við ekki fram á húddið á bílnum vegna móðu. Á síðustu leið dagsins voru síðan heilmiklar gangtruflanir í bílnum þannig við náðum ekki viðunandi tíma þar.

Á degi 2, þar sem farið var 4 ferðir um Mælifellsdalinn auk 2 ferða um Nafir þurftum við að taka vel á því til að vinna upp glataðan tíma frá kvöldinu áður.

Það byrjaði mjög vel og vorum við á mjög góðum tíma þegar komið var upp hálfann dalinn, en þá tók hitamælirinn að rísa þannig við þurftum að gefa eftir og gátum ekkert beitt okkur hálfa leiðina. Þrátt fyrir það þá tókum við hálfa mínútu af Kristni og Brimrúni en töpuðum þó 20 sekúndum á Halldór og Sigurð, sem verður að teljast fínt með enga leiðarskoðun og hægan akstur hálfa leiðina.

Í annari ferð um dalinn tók bíllinn að hita sig mun fyrr en í fyrstu ferðinni, þannig við gátum lítið verið að taka á bílnum, en ekki komumst við þó alla leið þar sem annað hvort villa í nótum eða vanþekking á veginum (engin leiðarskoðun) varð okkur að falli og við stukkum lengst útaf og lentum á hverju stórgrýtinu á eftir öðru.

 

Skipt var um eitt dekk og önnur felga löguð með hjálp tjakks og síðan var keyrt rólega niðureftir og fundnir góðir staðir til þess að horfa á restina af rallinu :)

 

Myndir og myndbönd eru væntanleg og munu slóðir á þau koma hingað inn.

 

Kveðja, 

Team Yellow.

 


Sauðárkróks rall 2009

Aðeins mun einn bíll frá Team Yellow mæta á krókinn þetta árið, en það er toyotan. Nú er verði að klára að græja hana, en það þarf að yfirfara afturfjöðrun og kveikjustilla hana.

 

Markmiðið er að hafa gaman af þessari keppni og reyna kannski að taka uppá þeirri nýjung að klára hana líka...

 

Veðurspáin fyrir helgina lítur ekkert svakalega vel út, en það er spáð slyddu og kulda, en vonandi verður nú nógu gott veður þannig menn frosni ekki í tjöldunum á næturnar :)

 

Sjáumst á króknum, 

Team Yellow


Ekki dottnir af baki

Þó uppskera sumarins hafi ekki verið drjúg fyrir team Yellow eru engn merki um uppgjöf.  Mazdan fær reyndar frí, í augnablikinu er verið að smíða evo 8 og skipta um vél í Corolluni.  Við eigum eina 42mm vél sem við bræddum úr í Reykjanesrallinu 2007.  Í hana vantar sveifarás og 2 stangir, þetta er allt til og nú er verið að þrífa blokkina og skrúfa saman.  Þessi vél var þokkalega spræk, þetta er vélin sem við notuðum á Lyngdalsheiðinni 2007 með góðum árangri.

Næsta rall, Krókurinn.  Þetta rall leggst vel í okkur en hvorki Mazdan né Evo 8 verða með svo strákarnir verða einir um að halda merki Team Yellow á lofti.  Það stefnir í metþátttöku ef marka má sögusagnir, hugsanlega hátt í 30 bílar.


Krísuvíkur rallý, enn meiri vonbrigði...

Í gær lauk öðru ralli sumarsins, en það var haldið í Krísuvík, í stað Snæfellsnes eins og stóð til fyrst.

 

Rétt eins og í fyrstu keppnini komst hvorugur af okkar í bílum í mark, annar þeirra komst ekki einu sinni að rásmarkinu og hinn aðeins rétt rúmum 5-10 kílómetrum lengra.

 

Nú verður mótorinn í mözduni annað hvort gerð upp í rólegheitum og hún loksins fengin til þess að vinna almennilega, eða þá að farið verður í það að klára Evo-inn sem bíður í skúrnum.

 

Hjá Magnúsi og Braga er titilinn í nýliðaflokknum nánast út úr myndinni og spurning hvernig framhaldið á sumrinu verður, en ákvörðun um það verður tekin á næstu dögum.

 

-Team Yellow, eða frekar Team DNF


Rallý 4. Júlí 2009

Undirbúningur gula liðsins er í fullum gangi og nóg eftir að gera.

Mazdan keyrir ágætlega en reykir óþægilega mikið.  Eftir talsverðar vangaveltur og ráðleggingar var ákveðið að láta slag standa.  Yfirgnæfandi líkur eru á því að einhver stimpilhringur sé brotinn eftir að ég skipti óvart niður í 2. gír í stað 4. á Lyngdalsheiðinni í síðustu keppni.  Við erum hins vegar að vinna í því að það gerist ekki aftur, einhver stífleiki í gírstönginni truflar mig og þess vegna gerðist þetta á Lyngdalsheiðinni.

Hvað Toyotuna varðar...  Hún átti að vera farin að keyra á miðvikudag en þá kom upp vatnsleki og vélinni var lyft upp og skipt um pakkningu í vatnsdælu, evo var sett saman og prufað, ekki nógu gott, enn lak vélin og nú á öðrum stað.  Vélinni var lyft upp aftur og vatnsdælan o.fl tekið af og allt þétt upp á nýtt og vonandi verður hún þétt þegar við prufum aftur í kvöld, allavega er leiðarskoðunin mín farin fyrir vikið, en ég hef nú keyrt þessa leið áður og hlít að rata aftur.

Svo er það rallið.  Fyrirfram má reikna með því að Jón Bjarni og Sæmundur landi öruggum sigri en svo er með öllu óvíst hver kemur þar á eftir.  Ég ætla mér annað sætið, það ætlar Gummi Hösk líka og Palli Harðar er alvegörugglega ekki til í að gefa eftir stöðu sína í rásröð.  Ef Fylkir verður svo með (sem ég bæði reikna með og vona) þá reikna ég með að hann stefni ákveðið á annað sætið.  Jói V. hefur ekki verið að sýna þann hraða að hann sé líklegur í þennan slag en hann var þó í hörkuslag við Fylki í síðasta ralli svo allt getur gerst.  Raggi á Quattro er einnig óskrifað blað, hann var orðinn hraður fyrir nokkrum árum, bíllinn var eitthvað að hrekkja hann i haustrallinu í fyrra svo hann náði ekki að sýna sitt besta.

í eindrifsflokki er Himmi mjög líklegur sigurvegari en Gummi Snorri á Peugeot gæti þó hæglega unnið hann þar sme Hondan hjá Himma er ekki með neina sérstaka rallýfjöðrun, Himmi er þó að vinna í því.

Nýliðaflokkurinn verður líka hörkuspennandi.  Þeir Júlli, Halldór Vilberg og Maggi eru allir líklegir sigurvegarar.  Júlli vann síðast og Maggi datt út á meðan Halldór Vilberg sótti sér dýrmæta kílómetra og reynslu sem kemur örugglega að góðum notum nú.  Linda (hanns Jóa V.) og Íris mæta á afturdrifs Corollu, ég átta mig ekki á hvaða hraða þær stöllur verða en reikna með að þær klári í verðlaunasæti því ákveðnin í þeim þremur á undan setur einhvern þeirra örugglega í vandræði þannig að þær þurfa jafnvel ekki nama að krúsa í mark, ekki það að ég reikni með einhverjum "kerlingaakstri" af þeim stöllum.  Ekki má gleyma Dala sem er fyrir löngu búinn að sanna að rall er óháð aldri.

Í jepppaflokki eru 6 áhafnir skráðar, ókey, það verður hörkuslagur þar.  Gummi McKinstry mætir, Hvati á nýmáluðum Pajero Sport, Danni mætir á HiLux fjósi (það verður bió að fylgjast með því), Marri á Cherokee og Ásta á Grand Cherokee Pick-Up.  Þessi 3 síðast nefnd eru systkyni enda er rallý fjölskyldusport.  Steini McKinstry mætir að sjálfsögðu líka á TomCat.  Ég átta mig ekki á hraða þessara ökumanna en GummiMcKinstry hefur verið að bæta sig rosalega að undanförnu en verið óheppinn og ekki náð að fylgja því eftir, ef alt gengur upp hjá honum gæti hann unnið en Hvati er líka mjög líklegur sigurvegari.  Þó Danni sé tvöfaldur Íslandsmeistari þá æatla ég að far amér hægt í að spá honum sigri í þessari keppni, bíllinn einfaldlega bannar það, það myndi allavega staðfesta, og jafnvel ýkja allnn fyrri árangur Danna ef hann landaði sigri án þess að meginkeppinautar hanns lentu í stórvandræðum.

En hvað með það, best að fara að skrúfa og biðja um gott veður í rallinu.  Góða skemmtun öll sömul.


Rallycross 23. Maí

Önnur keppni sumarsins í rallycrossi fór fram á brautinni við krísuvíkurveg í gær, veðrið var hreint út sagt alveg ágætt en ekki var útlitið gott um morguninn. Það gerði það að verkum að lítið ryk kom frá bílunum sem er kostur.

 

Bragi mætti fyrir hönd Team Yellow og stóð sig vel, náði best tímanum 46,93 en þess má geta að besti tími úr tímatökuni um morguninn átti Hilmar Bragi og hann var 44,XX.

 

Úrslit: 

Króna:                            2000:                             Opinn: 

Gunnar Hjálmars            Hilmar Bragi                    Steinar Kjartans

Úlfar Stefáns                  Valgeir Mar                     Gunnar Bjarna

Tómas Orri                     Linnet Ríkharðs               Ágúst Aðalbjörns

 

Myndir frá deginum:  http://www.flickr.com/photos/magnusthordar/

 


Rallýcrossæfingin

Fyrsta Rallýcrossæfingin á þessu ári leit dagsins ljós á Mánudagskvöldið. Þar voru mættar flest allar áhafnirnar sem ætla að láta sjá sig í keppninni á Laugardaginn.

Bragi mætti fyrir hönd Team Yellow á sínum Lancer. Því miður kom Lancerinn ekki allveg heill heim eftir þessa æfingu með brotinn framstuðara og beygt stýri (eða bogna spyrnu) eftir að hafa keyrt á vegriðið sem liggur meðfram djúpu beygjunni. Eftir þetta byrjaði að leka úr dekki hjá honum svo að við ákváðum að draga bílinn heim áður en það yrði allveg flatt. En Bragi var nú ekki sá eini til að missa stjórn í bílnum það kvöldið, Daníel fór á ofsahraða á dekkjarvegg með þeim afleiðingum að Sunny-inn hans skemmdist allsvakalega á vinstra framhorni. Gunnar B. keyrði sinni ofur Hondu upp í hólinn í löngu malbiksbeygjunni efst í brautinni. Önnur afföll urðu: Gírkassi hjá Óla T, Vél hjá Kidda, Vél (held ég) hjá Íbba og ábyggilega einhvað fleira...

 

 

Svona lítur Lancerinn út í dag, en stuðarinn verður benslaður saman á fimmtudaginn, einnig verða settir í hann húddpinnar og bætt við einni stífu í veltibúrið. Mynd stolin af Pésa.

-Team Yellow


Vor rally 2009

Það var ekki glæstur árangurinn hjá okkur Team Yellow í dag, Toyotan með ónýta vél eftir 2 leiðar og Mazdan með svipað vandamál einni leið síðar...

 

Samt fínir tímar framan af, en Þórður og Jón tóku tvívegis 3ja besta tímann um lyngdalsheiði þrátt fyrir mikil hitavandamál og einungis drif á 3 hjólum í seinni ferðinni.

Hjá Magnúsi og Braga byrjaði vélin að hita sig óeðlilega og koðnaði verulega niður í aflinu á henni þegar sirka helmingur leiðarinnar var búinn, en þó töpuðust aðeins 5 sekúntur á besta 2WD tímann á þeirri leið.

 

Mazdan verður ekki með aftur í bráð enda stóð það aldrei til svosem, en það stendur til að græja öflugustu vélina sem til er á "lagernum" ofaní toyotuna fyrir næstu keppni og sjá til hvernig gengur þar. :)

 

Við óskum öllum sigurvegurum dagsins til hamingju, sérstaklega Júlla/Eyfa og Ástu/Tinnu með sína fyrstu sigra í ralli.

Einnig eiga allir starfsmenn heiður skilinn sem og veðurguðirnir sem sáu okkur röllurum fyrir alveg hreint frábæru veðri í dag.

 

 

-Team Yellow.


Næsta síða »

Um bloggið

Team Yellow

Höfundur

Team Yellow
Team Yellow
Höfundar eru 3 feðgar, Þórður og bræðurnir Magnús og Bragi. Jón Sigurðsson fyllir svo þennan fjögurra manna hóp.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 7098 sm
  • IMG 7041 sm
  • IMG 7007 sm
  • ...7007_907998
  • ...img_7007

Nýjustu myndböndin

Rallý með Batman ívafi

Corolla 4A-GE VS Corolla WRC

WRC á Lyngdalsheiðinni

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband