8.9.2009 | 14:08
Loooooksins
Loks kom að því, Mazdan ógurlega kláraði heilt rall. Föstudaginn 4. september fór 5. umferð Íslandsmótsins í ralli fram á Snæfellsnesi. Bræðurnir Magnús og Bragi tóku Mözduna en gekk frekar illa, enduðu í næstsíðasta sæti. Það er samt betri árangur en náðst hefur á þessum bíl í öll þau 10 ár sem hann hefur verið hér á landi að undanskildu sprettralli sem Rúnar Laufar Ólafsson keppti í og kláraði árið 2000 ef ég man rétt.
Bíllinn var reyndar ekki í fullkomnu lagi, hann stýrði eitthvað vitlaust og bremsur voru orðnar frekar slappar seinnipart keppninnar, eða e.t.v slappari.
Daginn eftir fór ég (Doddi) með Braga mér við hlið í 6. og síðustu keppni sumarsins. Í upphafi var ljóst að við gátum ekki gert neina stóra hluti, svo brutum við afturöxul rétt áður en við lögðum af stað inn á fyrstu leið. Eftir 50m akstur fann ég að bíllinn höndlaði bara hræðilega, skaust til vinstri eða hægri, greinilegt að hjólabilið var ekki rétt, Bragi sagði að þetta væri "jafnvel verra en daginn áður", ekki gæti ég hugsað mér að keyra bílinn svona og skil ekki ennþá hvernig þeir fóru að því. Eftir u.þ.b 10km hætti bíllinn svo að keyra, ég hélt að gírkassi væri brotinn eða álika. Svo reyndist nú ekki, bara boginn/brotin spyrna og öxull freginn í sundur á vinstra framhjóli. Og með brotinn afturöxul eða afturdrif og brotinn framöxul er bara ekkert til að keyra svo við stoppuðum. Ég var bara sáttur, enda ekki séns að keyra bílinn svona.
Maggi kannaðist við að hafa fengið högg á vinstra framhjólið á síðustu sérleiðinni daginn áður. Allur okkar undirbúningur (1,5klst) fór í að hlúa að öðrum atriðum. En hvað með það, við erum meira en sáttir við afrakstur helgarinnar, Mazdan kláraði keppni og það telst umfram væntingar.
Um bloggið
Team Yellow
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.