9.5.2009 | 13:36
Mikið álag en flest í lagi
Mazdan fékk heldur betur að kenna á því í dag. Ekið var frá Hafnarfirði, framhjá rallýkrossbrautinni að Bláfjallaafleggjara með bensíngjöf í botni og bremsur á móti til að tempra hraðann, keyrt upp í 5500prm, bremsað niður í 4500rpm, aftur upp í 5500...
Ég byrjaði daginn á því að dæla V-Power bensíninu af bílnum og setti 100okt Skógarhlíðarbensín á hann. Racegasið verður sparað þangað til hægt er að stilla boostið endanlega, núna keyrði ég á 1,3bar.
Mesta furða, bíllinn hitnaði bara eðlilega en pústgreinin hefur hitnað verulega því lofthosa fyrir framan hana sviðnaði og sprakk um leið og ég dró úr hraða og sneri við.
Bremsurnar héldu þessu alla leið en pedalinn var farinn að síga nær gólfi þegar á leið, samt gott því álagið á þær var mikið.
Þrátt fyrir sprungna lofthosu keyrði bíllinn heim fyrir eigin vélarafli, ekki einu sinni í spotta!
Það er lítið mál að laga þetta atriði með hosuna, skipta um hana og einangra.
Ef bíllinn verður svona góður stefnum við Jón á að mæta í næsta rall með horn og hala og atriðið með að "hlífa bílnum" verður skilið eftir heima.
Kveðja,
Doddi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2009 | 16:25
Létt æfing á Djúpavatni
Jæja, þá er búið að fara eina prufuferð með Mözduna á Djúpavatnið. Bíllinn höndlar mun betur eftir hjólastillingu og nú er líka komið læst afturdrif í hann. Ég fann nú ekki mikið fyrir afturdrifinu (læsingunni) enda á haugslitnum dekkjum og heimsótti marga kanta.
Boostið var sömuleiðis ekki til að hrópa húrra fyrir, bara eitt bar. V-Power bensínið virkar greinilega ekki og forkveikingar gerðu skemmtunina minni og ferðina styttri. En þetta truflar ekkert, við vitum að 100 okt Skógarhlíðarbensínið leyfir a.m.k 1,3 bar og að því stefnum við. Í rallinu í fyrrahaust var mælirinn að sýna 1,5+ með forkveikingum svo 1,3 er "safe".
Jæja, þetta verður prufað frekar, skömmu síðar, vonandi fæ ég þá Braga eða Magga til að taka myndir af apparatinu á hreyfingu.
Kveðja,
Doddi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2009 | 17:21
Rallýkross keppni 25. apríl
Þá er fyrstu akstursíþróttakeppni ársins (á bílum) lokið, keppt var í rallýkrossi á brautinni út í kapelluhrauni.
Fyrir okkar hönd keppti Bragi á sínum Lancer og stóð sig með príði og ekki er skráma á bílnum (enda keyrði hann einn í brautinni :D).
Góð þáttaka var í keppnini en talsvert var um afföll.
Úrslit (eftir minni þannig ekki tapa ykkur gersamlega þó það sé eitthvað vitlaust :) )
Króna:
Himmi
Kiddi
Ólafur Ingi
Opinn:
Steinar
Teddi
Óli T
Unglinga:
Bragi (í fyrsta og síðasta sæti )
Myndir og myndbönd væntanleg - bíðið spennt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2009 | 21:16
Mazdan, gott útlit
Jæja, ég er búinn að skoða ásinn (sveifarásinn) í Mözduni, hann lítur betur út en ég þorði að vona. Trissuhjólið á enda hans losnaði án þess að vélin færi "yfir á tíma". Kíllinn er mikil skemmdur og hjólið fyrir tímareimina einnig en nýtt hjól og kíll (hvort tveggja til) redda þessu og Mazdan verður komin í gang um næstu helgi.
Eitthvað er skrýtið við afturhjólin á bílnum, þau standa mjög utarlega og halla vægast sagt MIKIÐ, sérstaklega það vinstra megin. Varadempararnir eru komnir í hús en hugsanlegt er að nöfin séu bogin, en þau eru líka til svo þetta reddast.
Afturdrifið fór líka úr bílnum, það er ólæst en læsta drifið fer í bílinn, enda til á lager. Gott að eiga SMÁ til af varahlutum.
Kveðja,
Doddi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 23:31
Hugur í mönnum
Eftir nokkurra vikna ládeyðu er komnn hugur í okkur. Við fórum í hana Keflavík (eða Njarðvík) í dag og sóttum okkur tvo gula til að kroppa í. Evo 056 hans Braga og Mazdan voru sóttir og nú á að sklára smáatriði sem uppá vantaði í Braga bíl en einnig þarf að skipta um trissuhjól og kíl í Mözduni. Vonandi þarf ekki að skipta um ás i Mözduni en það er aðein meira mál en þó ekkert óyfirstíganlegt, vélin hefur nú einhvertímann verið tekin úr þeim bíl undanfarið árið eða svo.
Meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 14:45
Rallý 2009, Evo8 eða Mazda...
Sæl öll. Nú lítur út fyrir að ég nái ekki að klára evo8 og betra að geyma hann en að fara af stað á illa kláruðum bíl. Fyrst og fremst vantar fjöðrun en einnig tíma. Það vantar hins vegar lítið upp á að Mazdan keyri. Í haustrallinu í fyrra losnaði trissuhjól framan á vél og einungis þarf að skipta því út, setja nýjann kíl með og setja í gang, jú e.t.v þarf að minnka boostið en það var í botni. Bíllinn virkaði líka flott með allt þetta afl en boostið fór þó ekki hærra en 1,5 - 1,6 Bar en bensínið leifir ekki meira og forkveikingar gerðu vart við sig.
Mazdan er hins vegar ólögleg í Íslandsmótinu en ég ætla að reyna að fá því breytt, ég veit ekki hvernig en trúi því ekki að menn telji þennan bíl einhvern ofurbíl. Ég hef talað við nokkra keppendur sem og formann BÍKR og ákveðið hefur verið að taka málið upp á fundi BÍKR fljótlega, viðbrögð hafa verið mjög jákvæð. Ég veit ekki í hvaða farveg málið fer í þaðan. Vona bara að bíllinn fái viðurkenningu, ekkert ömurlegra en að keppa við ekki neinn, líkt og Solberg í síðasta WRC ralli, hann náði 3ja sæti en Sordo reyndi aldrei að vinna hann því Solberg telur ekki stig í WRC, þvílíkur sigur og þulirnir voru hálfvandræðalegir þegar þeir komu loksins að þessu atriði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2009 | 12:17
EBC Yellow stuff bremsuklossar
Daginn
Erum að setja saman pöntun fyrir rallara. Getum útvegað bremsuklossa og diska.
Hafið samband við doddi@varahlutir.is
eða í S: 511-2222
896 1442.
Kveðja,
Doddi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 19:44
Undirbúningur hafin.
Undirbúningur fyrir rallýtímabilið er hafin, en bæði Evo-inn og Corollan eru komin uppá búkka og byrjað er að yfirfara og laga/skipta út því sem þarf.
Í lancernum er búið að rífa vél og gírkassa úr bílnum og verður sett læsing og önnur hlutföll í gírkassann að öllum líkindum. Einnig á eftir að smíða veltibúrið alveg fram í demparaturnana.
Í toyotuni er búið að taka gírkassann úr og er verið að setja driflæsinguna í annan kassa núna, og viljum við þakka Sigga í Mótorstillingu fyrir að taka það að sér, sem og honum Tóta hjá Bílapörtum og Þjónustu fyrir að finna til annan gírkassa handa okkur. Einnig er búið að skipta um olíupönnu þar sem við rákumst á skemmd í þeirri gömlu.
En þó eitthvað sé búið að gera er alltaf nóg eftir þannig ekki verður setið auðum höndum fram að fyrsta móti sem fer fram daga 8-9 maí ef ég man rétt :)
Komnar eru inn myndir af Evo-inum vélarlausum í myndaalbúmið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 00:27
Er Mazdan ógurlega seld ?
Er Mazdan seld, og ef svo er, hver keypti hana eða hverjir? Dregið verður úr réttum svörum þegar svarið liggur fyrir. Heppinn getspakur vinnur glæsilegann vinning, ja, kanski ekki svo ýkja merkilegann en mér leggst eitthvað til, t.d mynd af Mözduni í tölvupósti eða bara "rétt hjá þér", sem er alls ekki slæmt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
2.3.2009 | 16:07
Gult, gult og meira gult
Það er óhætt að segja að guli liturinn hafi verið allsráðandi síðustu dagana hjá Varahlutir.is. Nú er búið að mála allann rallýflotann, fjögur stykki.
Fyrst var Evo 8 málaður en hann fékk talsvert góða "trítment" enda dýrasti bíllinn í flotanum.
Svo var Toyotan hanns Magga máluð, skipt um húdd o.fl og annað lagað en framendinn skemmdist aðeins í minniháttar snjókrassi í sprettinum í haust.
Síðan var Lancer Evó 056 tekinn í snöggt bað, skipt um stuðara eftir utanbrautarakstur í síðustu keppni og allt málað gult, nema hvað.
Síðan fengum við félagarnir þá snilldar hugmynd að e.t.v væri ráðlegt að mála Mözduna svo hún væri a.m.k í réttum lit ef við þyrftum að slá henni undir, þ.e ef engin fjöðrun fengist í evo8. Um kvöldmatarleitið á föstudaginn var ákveðið að ráðast í framkvæmdin. Um tíuleitið var afraksturinn ljós og bara nokkuð góður, ekki satt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Team Yellow
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar