24.2.2009 | 21:46
Nýtt lið í akstursíþróttum
Á því vota en hlýja vetrarkvöldi 24. febrúar 2009 hefur nýtt keppnislið litið dagsins ljós, Team Yellow, eða gula liðið. Bækisstöðvar liðsins eru í húsakynnum Varahlutir.is í Norðurhellu 8 í Hafnarfirði.
Team Yellow er samansett af tviemur áhöfnum sem keppa á þremur bílum,
Þórður Bragason / Jón Sigurðsson - Mitsubishi Lancer Evolution VIII RALLÝ (Old guys rules)
Magnús Þórðarson / Bragi Þórðarson - Toyota Corolla 1600 RALLÝ (Meðalaldur áhafnar er 16 ár)
Bragi Þórðarson - Mitsubishi Lancer Evo 056 RALLÝKROSS (15 ára)
Það þarf e.t.v ekki að spyrja, allir bílarnir eru gulir, nema hvað. Að hlutatil er þetta varúðarráðstöfun, ef við keyrum útaf þá týnumst við allavega ekki.
Liðsmenn eru:
Þórður Bragason er 43ja ára sölumaður.
Jón Sigurðsson er 41 árs bílamálari.
Magnús Þórðarson er 17 ára nemi í Borgarholtsskóla.
Bragi Þórðarson er 15 ára nemi í Áslandsskóla.
Jæja, það er best að halda áfram að mála bílana svo við stöndum undir nafni.
Um bloggið
Team Yellow
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með nýja liðið. Ef ég kynni að bæta við blogg vinum þá myndi ég gera það með þetta virðulega keppnislið.
Óska ykkur alls hins best á keppnisárinu.
Steini Palli
Steini Palli, 26.2.2009 kl. 09:37
Til hamingju með nýja liðið;). Gangi ykkur vel..
Gaman að skoða myndir af rallýcross lancer en fær maður ekki að sjá myndir af evo 8:)..
Heimir og Halldór Jónssynir, 28.2.2009 kl. 14:49
snilld Laaaangflottastir
TEAM SEASTONE, 1.3.2009 kl. 12:59
Allavega laaaanggulastir, þó Focus sé að hluta gulur.
Team Yellow, 2.3.2009 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.