2.3.2009 | 16:07
Gult, gult og meira gult
Það er óhætt að segja að guli liturinn hafi verið allsráðandi síðustu dagana hjá Varahlutir.is. Nú er búið að mála allann rallýflotann, fjögur stykki.
Fyrst var Evo 8 málaður en hann fékk talsvert góða "trítment" enda dýrasti bíllinn í flotanum.
Svo var Toyotan hanns Magga máluð, skipt um húdd o.fl og annað lagað en framendinn skemmdist aðeins í minniháttar snjókrassi í sprettinum í haust.
Síðan var Lancer Evó 056 tekinn í snöggt bað, skipt um stuðara eftir utanbrautarakstur í síðustu keppni og allt málað gult, nema hvað.
Síðan fengum við félagarnir þá snilldar hugmynd að e.t.v væri ráðlegt að mála Mözduna svo hún væri a.m.k í réttum lit ef við þyrftum að slá henni undir, þ.e ef engin fjöðrun fengist í evo8. Um kvöldmatarleitið á föstudaginn var ákveðið að ráðast í framkvæmdin. Um tíuleitið var afraksturinn ljós og bara nokkuð góður, ekki satt.
Um bloggið
Team Yellow
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mætti halda að sólinn væri kominn upp í firðinum :)
þetta lítur bara nokkuð vel út betur en eg bjóst við
Raggi M, 2.3.2009 kl. 16:35
Sólin, já já, við fundum upp sólina sko, hún er sko ættuð úr Hafnarfirðinum.
Team Yellow, 2.3.2009 kl. 16:49
Þetta líst mér vel á. En í guðanna bænum eyddu öllum peningunum þínum í almennilega fjöðrun í áttuna.
Bestu kveðjur frá Noregi
Eyjólfur Daníel Jóhannsson, 2.3.2009 kl. 20:51
Ætli ég þurfi ekki að eyða meira en öllum mínum peningum svo ég fái einhverja fjöðrun !!!
Team Yellow, 3.3.2009 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.