5.5.2009 | 16:25
Létt æfing á Djúpavatni
Jæja, þá er búið að fara eina prufuferð með Mözduna á Djúpavatnið. Bíllinn höndlar mun betur eftir hjólastillingu og nú er líka komið læst afturdrif í hann. Ég fann nú ekki mikið fyrir afturdrifinu (læsingunni) enda á haugslitnum dekkjum og heimsótti marga kanta.
Boostið var sömuleiðis ekki til að hrópa húrra fyrir, bara eitt bar. V-Power bensínið virkar greinilega ekki og forkveikingar gerðu skemmtunina minni og ferðina styttri. En þetta truflar ekkert, við vitum að 100 okt Skógarhlíðarbensínið leyfir a.m.k 1,3 bar og að því stefnum við. Í rallinu í fyrrahaust var mælirinn að sýna 1,5+ með forkveikingum svo 1,3 er "safe".
Jæja, þetta verður prufað frekar, skömmu síðar, vonandi fæ ég þá Braga eða Magga til að taka myndir af apparatinu á hreyfingu.
Kveðja,
Doddi
Um bloggið
Team Yellow
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
á maður ekki að segja til hamingju
jónbi
jónbi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:48
ja og mer finst vantar restina a þessa sögu kom hún HEIL heim ?? eða á kerru ??
Raggi M, 6.5.2009 kl. 11:56
Keyrði heim fyrir eigin vélarafli, að öllu leiti í góðu lagi. Mesta furða. Takk Jónbi, ég er mjög ánægður með þetta og reikna með að verða enn ánægðari eftir næsta rall, vonandi á þinn kostnað reyndar
Kveðja,
Doddi
Team Yellow, 6.5.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.