9.5.2009 | 13:36
Mikið álag en flest í lagi
Mazdan fékk heldur betur að kenna á því í dag. Ekið var frá Hafnarfirði, framhjá rallýkrossbrautinni að Bláfjallaafleggjara með bensíngjöf í botni og bremsur á móti til að tempra hraðann, keyrt upp í 5500prm, bremsað niður í 4500rpm, aftur upp í 5500...
Ég byrjaði daginn á því að dæla V-Power bensíninu af bílnum og setti 100okt Skógarhlíðarbensín á hann. Racegasið verður sparað þangað til hægt er að stilla boostið endanlega, núna keyrði ég á 1,3bar.
Mesta furða, bíllinn hitnaði bara eðlilega en pústgreinin hefur hitnað verulega því lofthosa fyrir framan hana sviðnaði og sprakk um leið og ég dró úr hraða og sneri við.
Bremsurnar héldu þessu alla leið en pedalinn var farinn að síga nær gólfi þegar á leið, samt gott því álagið á þær var mikið.
Þrátt fyrir sprungna lofthosu keyrði bíllinn heim fyrir eigin vélarafli, ekki einu sinni í spotta!
Það er lítið mál að laga þetta atriði með hosuna, skipta um hana og einangra.
Ef bíllinn verður svona góður stefnum við Jón á að mæta í næsta rall með horn og hala og atriðið með að "hlífa bílnum" verður skilið eftir heima.
Kveðja,
Doddi.
Um bloggið
Team Yellow
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta lýst mér á Doddi fulla ferð og engar bremsur, manst bara eftir síðustu beygjunni á Lyngdalsheiði hehe, ég bara varð..
Heimir og Halldór Jónssynir, 9.5.2009 kl. 22:37
Já sú beygja, ætli ég klikki á henni aftur, varla!
Það eru hins vegar margar aðrar beygjur á Lyngdalsheiðinni til Laugarvatns sem ég þarf að laga miðað við þegar ég fór þarna síðast. Ég er allavega staðráðinn í að tapa ekki neinu stóru á einn eða neinn á Lyngdalsheiðinni.
Team Yellow, 9.5.2009 kl. 23:53
"Ég er allavega staðráðinn í að tapa ekki neinu stóru á einn eða neinn á Lyngdalsheiðinni" Eru 30 sek stórt ?
jónbi
sem ætlar að vinna Dodda
jónbi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 14:00
30 sek er stórt tap Jónbi, ég ætla rétt að vona að þú takir ekki af mér 30 sek þar.
Kveðja,
Doddi, sem ætlar að vinna Jónba
Team Yellow, 11.5.2009 kl. 13:48
Ég man að þegar ég var með svona Mözdu (fyrir nokkrum mansöldrum) þá vorum við með digital hitamælir sem var staðsettur í pústinu nálægt túrbínunni og þegar mikið aksjón var í gangi þá sást nú vel yfir 900° C á þeim hitamæli þannig að það er ekki skrítið þó eitthvað gefi sig sem er nálægt þess háttar hita.
Bremsur er svo lúxus útbúnaður sem dregur bara úr góðum tímum ....
Steini Palli, 11.5.2009 kl. 14:01
"Bremsur er svo lúxus útbúnaður sem dregur bara úr góðum tímum ...." Góður Steini... haha.
Ég veit hins vegar ekki á hvað ég á að stefna, það þarf mikið að gerast til að við vinnum og Fylkir með sín 700 hestöfl verður erfiður viðureignar. En svo koma...
Gummi Hösk, sem sýndi góða takta í haustsprettinum í fyrra og er til alls líklegaur.
Jói þýski, sem hefur átt við liðhrúguvandamál að stríða undanfarin ár en er allur að koma til. Ég spái því að Jói V verði spútnikkinn í ár.
Palli Harðar þarf svo að fara að spýta í, annars held ég að hann þurfi að fara í þjálfun hjá Bogdan Kowalczyk, nei ég er ekki að tala um Witek Bogdanski, Bogdan Kowalczyk, ef einhver man hver það er
Svo er að sjálfsögðu spurning um Sigga Óla, hann á eitthvað inni.
Ég reikna ekki með miklu af Gumma 303 í sinni fyrstu keppni á helsprækum evo6, en við bíðum og sjáum.
Við Jón munum svo að sjálfsögðu koma á óvart meðan Mözdu hryglan keyrir, en, bara meðan hún keyrir. En meðan það varir verður allt í rauða botni og við stefnum hátt.
Kveðja,
Doddi
Team Yellow, 11.5.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.