23.3.2009 | 14:45
Rallý 2009, Evo8 eða Mazda...
Sæl öll. Nú lítur út fyrir að ég nái ekki að klára evo8 og betra að geyma hann en að fara af stað á illa kláruðum bíl. Fyrst og fremst vantar fjöðrun en einnig tíma. Það vantar hins vegar lítið upp á að Mazdan keyri. Í haustrallinu í fyrra losnaði trissuhjól framan á vél og einungis þarf að skipta því út, setja nýjann kíl með og setja í gang, jú e.t.v þarf að minnka boostið en það var í botni. Bíllinn virkaði líka flott með allt þetta afl en boostið fór þó ekki hærra en 1,5 - 1,6 Bar en bensínið leifir ekki meira og forkveikingar gerðu vart við sig.
Mazdan er hins vegar ólögleg í Íslandsmótinu en ég ætla að reyna að fá því breytt, ég veit ekki hvernig en trúi því ekki að menn telji þennan bíl einhvern ofurbíl. Ég hef talað við nokkra keppendur sem og formann BÍKR og ákveðið hefur verið að taka málið upp á fundi BÍKR fljótlega, viðbrögð hafa verið mjög jákvæð. Ég veit ekki í hvaða farveg málið fer í þaðan. Vona bara að bíllinn fái viðurkenningu, ekkert ömurlegra en að keppa við ekki neinn, líkt og Solberg í síðasta WRC ralli, hann náði 3ja sæti en Sordo reyndi aldrei að vinna hann því Solberg telur ekki stig í WRC, þvílíkur sigur og þulirnir voru hálfvandræðalegir þegar þeir komu loksins að þessu atriði.
Um bloggið
Team Yellow
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
leitt að heyra með EVOinn en ég heldt samt að þetta með Solberg se ekki rétt hann fær stig til Meista en ekki lið hans og þar að leiðandi fær Sordo 3sætið fyrir lið sitt og 6 stig fyrir það en hann sjálfur fær 4sætið og aðeins 5stig held að þetta sé allt svoleiðis annars er Steini Palli með þetta allt á hreinu
Raggi M, 23.3.2009 kl. 15:38
Solberg var að sjálfsögðu að keppa til stiga en eins og Raggi benti á þá fær hann aðeins stig til titils ökumans en Dani Sordo tekur þriðja sæti framleiðenda en einungis fjórða sæti ökumans! Solberg á því jafn mikla möguleika á heimsmeistaratitli ökumanna (eins og hver annar) en hann getur aldrei unnið titil framleiðenda.
Kv. Steini Palli
p.s ég er sammála Dodda með að Mazdan er nú enginn ofurbíll en það sem ég hef áhyggjur af er að ef þessi bíll fær að vera með hvað á þá að stoppa það að menn mæti með aðra og öflugari bíla?
Steini Palli, 24.3.2009 kl. 09:50
Þetta eru e.t.v óþarfa áhyggjur Steini, mér vitanlega eru bara tveir bílar á landinu sem falla utan núverandi gr.n. Hins vegar er bara verið að tala um þennan bíl, ekki reglubreytingu, og aðeins tímabundið til reynslu. Ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu, fordæmið er til staðar, Tótan hjá Eyjó, það að hleypa þeim bíl að kallaði ekki á aðra að gera slíkt hið sama. Garðar benti mér á þessa leið þegar LÍA hafði fjallað um málið en ég gerði ekkert í þvi.
Team Yellow, 24.3.2009 kl. 12:52
það er rétt hjá þér Doddi að fordæmið er til en þá þarftu að fá undirskrift allra keppenda í þínum flokki og þú þarft að fá líka undirskrift allra sem koma nýir inní flokkinn yfir sumarið annars áttu alltaf á hættu að þú verðir kærður út. Líst mér mun betur á þá leið frekar en að breyta nokkru í reglunum til að hleypa þessum bíl inn. Ef að ég keppi eitthvað þá færðu allvega undirskriftinna mín
Steini Palli, 24.3.2009 kl. 16:20
Þakka þér Steini, já það er einmitt málið, ekki breyta reglum fyrir einn bíl eða álíka.
Team Yellow, 24.3.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.